Enski boltinn

Mala­cia mættur til Manchester

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tyrell Malacia, nýjasti leikmaður Manchester United.
Tyrell Malacia, nýjasti leikmaður Manchester United. Manchester United

Manchester United hefur staðfest komu vinstri bakvarðarins Tyrell Malacia. Hann eru fyrstu kaup félagsins síðan landi hans Erik ten Hag tók við þjálfun Man United.

Hinn 22 ára gamli Malacia kemur frá Feyenoord í heimalandinu og kostar rúmlega 13 milljónir punda. Skrifar hann undir samning til ársins 2026 með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Hann er sjötti bakvörðurinn í leikmannahóp Man United en reikna má með að einhver af þeim fimm sem eru fyrir verði seldur eða lánaður á næstunni.

Man Utd hefur verið á eftir Malacia í dágóðan tíma en leikmaðurinn þurfti að skipta um umboðsmann í miðjum samningaviðræðum sem tafði vistaskiptin.

Nú hefur Man United hins vegar staðfest komu leikmannsins sem segist spenntur að vinna með Ten Hag.


Tengdar fréttir

Bæði Manchester-liðin vilja Gna­bry

Serge Gnabry, framherji Bayern München og þýska landsliðsins, virðist fáanlegur fyrir rétta upphæð. Hann á ár eftir af samningi sínum í Bæjaralandi og renna bæði Manchester-liðin hýru auga til leikmannsins.

Full­komnar upp­­­risuna í Leik­húsi draumanna

Christian Eriksen hefur samþykkt þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. Hann á eftir að setja blek á blað og gangast undir læknisskoðun áður en félagið getur tilkynnt Eriksen sem nýjasta liðsmann Rauðu djöflanna. 

Rashford segist tilbúinn í ferskt start undir Ten Hag

Marcus Rashford hefur átt í erfiðleikum innan vallar undanfarin misseri og var síðasta tímabil ekki gott hjá kappanum. Með nýjum stjóra kemur ferskur blær og er Rashford tilbúinn að bæta sinn leik á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×