Segja bruna þinghússins hryðjuverk

Zandile Christmas Mafe hótar hungurverkfalli.
Zandile Christmas Mafe hótar hungurverkfalli. AFP

Maðurinn sem er grunaður um að hafa kveikt eld í bygg­ingu suðurafríska þings­ins í Höfðaborg í byrjun mánaðar mætti í annað sinn fyrir dómstóla í dag. Hann er ákærður fyrir hryðjuverk, rán og íkveikju.

Hinn grunaði er Zandile Christmas Mafe. Hann var handtekinn sama dag og eldurinn kom upp og mætti fyrir dómstóla þrem dögum síðar. Saksóknurum var veittur mánaðar frestur til að meta andlegt ástand Mafe og hvort hann væri sakhæfur eftir að hann greindist með geðklofa.

Hótar hungurverkfalli

Mafe fer fram á að vera laus gegn tryggingu og hótar að ef tryggingarbeiðni hans gangi ekki eftir og hann verði ekki látinn laus úr gæsluvarðhaldi fari hann í hungurverkfall.

Verjandinn Mafe er lögmaðurinn Dali Mpofu en hann er einn frægasti lögmaður Suður-Afríku. Meðal þekktra skjólstæðinga hans er Jacob Zuma fyrrverandi forseti landsins.

Að sögn Mpofu skilur Mafe ekki hvers vegna stjórnvöld, sem gátu ekki gefið honum að borða hann þegar hann var fátækur úti á götu og að reyna að lifa af, eru nú áhugasöm um að fæða hann til í lengri tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert