Björgunarsveitir á tánum

Björgunarsveitir eru tilbúnar fyrir veðrið fram undan.
Björgunarsveitir eru tilbúnar fyrir veðrið fram undan. Eggert Jóhannesson

Björgunarsveitir um allt land eru klárar að svara kallinu ef á reynir í veðrinu sem nú er fram undan.

Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við mbl.is að sveitir um allt land séu meðvitaðar um stöðuna og veðurspána. 

„Við fengum fyrstu viðvaranir í gær og örfá útköll en okkur finnst mikilvægt að miðla því til almennings að þetta er ekki búið, ekkert frekar en Covid,“ segir Davíð. Þá vísar hann til þess að þetta veðurskot sem gengur nú yfir landið mun standa yfir í nokkra daga ásamt kuldabylgju.

Að sögn Davíðs voru útköllin minni háttar, aðstoða þurfti bíla í tveimur tilvikum fyrir norðan á Dalvík og nálægt Varmahlíð.

Vegagerðin hefur ekki óskað eftir því að björgunarsveit fari að huga að lokunum á vegum. 

Hann ítrekar að þegar appelsínugular viðvaranir eru í gildi er mikilvægt að fólk hugsi um sitt öryggi og hugi að upplýsingum um veður og færð áður en haldið er út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert