Dómararnir eyðilögðu fallegan leik

Mikel Arteta á hliðarlínunni í gær.
Mikel Arteta á hliðarlínunni í gær. AFP/Glyn Kirk

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska liðsins Arsenal var mjög ósáttur eftir 3:0-tap gegn erkifjendunum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Paul Tierney dæmdi leikinn og var Arteta allt annað en sáttur við hans frammistöðu. Tottenham skoraði fyrsta mark sitt úr vítaspyrnu en skömmu síðar var varnarmanninum Rob Holding vikið af velli með rautt spjald.

„Ef ég segi það sem ég er að hugsa fæ ég sex mánaða bann. Ég kann ekki að ljúga og ætla ekki að segja ekki það sem ég er að hugsa. 

Ég vil fá dómarana í viðtal til að útskýra sitt mál. Því miður eyðilögðu þeir fallegan leik í dag.“

Arsenal er enn í fjórða sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið er stigi á undan Tottenham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert