fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Liverpool missteig sig gegn Brentford en fór samt á toppinn

Helgi Sigurðsson
Laugardaginn 25. september 2021 18:31

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford tók á móti Liverpool í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Fyrri hálfleikur var fjörugur. Brentford veitti Liverpool svo sannarlega alvöru mótspyrnu.

Ethan Pinnock kom heimamönnum yfir á 27. mínútu. Diogo Jota var þó ekki lengi að svara með jöfnunarmarki. Hann skallaði sendingu Jordan Henderson í netið.

Á 54. mínútu kom Mohamed Salah Liverpool yfir. Fabinho sendi boltann þá inn fyrir á Egyptann sem skoraði.

Tæpum tíu mínútum síðar jafnaði Vitaly Janelt fyrir Brentford. Hann skallaði boltann þá að marki, Trent Alexander-Arnold sparkaði boltanum í burtu en hann var klárlega kominn yfir marklínuna.

Fjörið var ekki búið. Curtis Jones kom Liverpool aftur yfir á 67. mínútu. Skot hans fór þá af varnarmanni Brentford og í netið.

Yoane Wissa jafnaði aftur fyrir nýliðanna á 82. mínútu með góðri afgreiðslu.

Ivan Toney hélt að hann væri að tryggja Brentford sigur þegar hann kom boltanum í netið á 87. mínútu. Hann var þó flaggaður rangstæður. Lokatölur 3-3.

Liverpool er á toppi deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki, stigi á undan Chelsea og Manchester City.

Brentford er í níunda sæti með 9 stig. Fínasta byrjun hjá þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Í gær

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City