28 taldir af eftir snjóflóð

Horft yfir Himalaja-fjallgarðinn. Mynd úr safni.
Horft yfir Himalaja-fjallgarðinn. Mynd úr safni. AFP

Leit hefur verið hætt eftir að mikið snjóflóð ruddist yfir þjóðveg í Tíbet á þriðjudagskvöld, en 28 eru taldir af ef marka má kínverska ríkismiðilinn Xinhua.

Flóðið varð við gangamunna í suðausturhluta landsins og olli því að fjöldi fólks festist í bifreiðum sínum.

Kínversk stjórnvöld sendu viðbragðssveit til landshlutans á miðvikudag, en leit var hætt í gær klukkan 17.30 að staðartíma.

Kröftugir vindar og aukin hlýindi eru talin hafa hrundið flóðinu af stað.

Snjóflóð eru algeng í Himalaja-fjallgarðinum, þar sem finna má hæstu tinda jarðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert