Markalaust í milliriðlinum

Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag.
Íslenska liðið stillir sér upp fyrir leikinn í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17-ára landslið karla í knattspyrnu hóf í dag leik í milliriðli 2 í undankeppni EM 2023 í Wales. Í dag mætti Ísland liði Svartfjallalands og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Í riðlinum eru einnig Skotland og heimamenn í Wales og mætast þau í kvöld.

Næst mætir Ísland Wales næstkomandi laugardag.

Sigurvegarar riðlanna átta tryggja sér sæti í lokakeppni EM ásamt þeim sjö liðum með bestan árangur í öðru sæti þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka