Valsmenn sterkari þegar mest á reyndi

Pavel Ermolinskij skoraði sex stig fyrir Valsmenn í kvöld.
Pavel Ermolinskij skoraði sex stig fyrir Valsmenn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur vann sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, þegar liðið heimsótti ÍR í Hertz-hellinn í Breiðholtið í 2. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 96:90-sigri Vals en Sinisa Bilic og Miguel Cardoso átti báðir mjög góðan leik í liði Vals og skoruðu 22 stig hvor.

Valsmenn byrjuðu leikinn betur og leiddu með 25 stigum gegn 17 eftir fyrsta leikhluta. ÍR-ingar klóruðu í bakkann og leiddu Valsmenn með einu stigi í hálfleik, 46:45.

ÍR-ingar leiddu með fjórum stigum fyrir fjórða leikhluta en Valsmenn reyndust sterkari á lokakaflanum og innbyrtu mikilvægan sigur.

Hjá ÍR-ingum var Everage Lee Richardsson stigahæstur með 27 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar.

Valur fer með sigrinum upp í sjötta sæti deidlarinnar og í 2 stig en ÍR er í áttunda sætinu, einnig með 2 stig.

Gangur leiksins: 4:1, 11:12, 14:20, 17:25, 28:33, 33:37, 40:40, 45:46, 49:53, 53:58, 61:60, 67:63, 73:67, 78:77, 81:84, 90:96.

ÍR: Everage Lee Richardson 27/9 fráköst/7 stoðsendingar, Collin Anthony Pryor 18/10 fráköst, Sigvaldi Eggertsson 18/6 fráköst, Evan Christopher Singletary 13/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Alfonso Birgir Söruson Gomez 3, Danero Thomas 2/4 fráköst, Danil Kirjanovski 1.

Fráköst: 24 í vörn, 9 í sókn.

Valur: Sinisa Bilic 22/6 fráköst, Miguel Cardoso 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 14, Ástþór Atli Svalason 9, Jón Arnór Stefánsson 8/6 fráköst/5 stoðsendingar, Finnur Atli Magnússon 8, Pavel Ermolinskij 6/8 stoðsendingar, Illugi Steingrímsson 4, Benedikt Blöndal 3.

Fráköst: 19 í vörn, 7 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Aron Rúnarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert