fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
433Sport

UEFA til í að halda úrslitaleikinn á Englandi með þessum skilyrðum

Helgi Sigurðsson
Sunnudaginn 9. maí 2021 14:30

Wembley.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

UEFA er tilbúið til þess að láta Englendinga fá úrslitaleikinn í Meistaradeildinni heim á Wembley gegn því að breska ríkisstjórnin geti uppfyllt ákveðin skilyrði. Chelsea og Manchester City mætast í úrslitunum. The Sun greinir frá þessu.

Fyrir helgi var Tyrkland, þar sem úrslitaleikurinn á að óbreyttu að fara fram, sett á rauðan lista fyrir breska ferðamenn vegna fjölda kórónuveirusmita. Það þýðir að fólk sem færi á leikinn í Istanbúl þyrfti að fara í tíu daga sóttkví við heimkomuna til Englands. UEFA er sagt sammála ríkisstjórn Bretlands um það að ekki sé sniðugt að láta stuðningsmenn ferðast til Tyrklands nú í miðri bylgju af kórónuveirufaraldrinum.

UEFA hefur þó útilokað það að heimavellir Arsenal, Aston Villa, Newcastle eða Tottenham verði notaðir. Þessir vellir hafa verið í umræðunni síðustu daga. Wembley, sem getur tekið við 22.500 manns eins og er, í takt við reglur, er eini völlurinn sem kemur til greina.

UEFA hefur þó sett ákveðin skilyrði fyrir því að þetta verði að veruleika.

Til að mynda þyrfti úrslitaleikur í umspili Championship-deildarinnar, þar sem keppt er um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, að vera færður. Eins og er á hann að fara fram á Wembley sama dag og úrslitaleikur Meistaradeildarinnar. Þá vill UEFA að fjölmiðlamenn, sjórnendur útsendinga, styrktaraðilar og heiðursgestir fái að mæta án þess að þurfa að fara í sóttkví. Að lokum mun UEFA biðja liðin sem tóku þátt í Meistaradeildinni á þessari leiktíð að gefa hluta af fjármunum sínum sem hlutust vegna þátttöku í keppninni til þess að borga Tyrkjum til baka þær 20 milljónir punda sem þeir hafa eytt í leikinn.

Líklegt er að niðurstaða fáist snemma í vikunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“

Kristófer Acox viðurkennir að hafa tekið umdeilda ákvörðun – ,,Hægt og rólega var ég kominn svo djúpt inn í þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag

Kane fær sín fyrstu verðlaun sem leikmaður Bayern í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart

Segir frá ferð með Eiði Smára – Þetta kom á óvart
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“

Virðist gefa ýmislegt í skyn með nýju myndbandi – ,,Loading…“
433Sport
Í gær

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur

Íþróttavikan einnig í hlaðvarpi – Hlustaðu á nýjasta þáttinn þar sem Auðunn Blöndal er gestur
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?