fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Börnum vísað frá leiksýningum vegna sóttvarnareglna – „Vissulega íþyngjandi fyrir gesti okkar“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 7. desember 2021 13:00

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn og heilu fjölskyldurnar eru meðal þeirra sem hefur verið vísað frá sýningum í Þjóðleikhúsinu að undanförnu vegna sóttvarnarreglna. Þetta kemur fram í svari frá Þjóðleikhúsinu við fyrirspurn DV.

Í gildi eru reglur um að gestir, fæddir 2015 og fyrr þurfi að framvísa neikvæðu hraðprófi sem er ekki eldra en 48 klst gamalt til að komast í leikhús og á aðra viðburði. „Þjóðleikhúsið hefur framfylgt þessu reglum eins og aðrir enda kappkostar leikhúsið að fylgja ítrustu reglum og vera til fyrirmyndar í öruggu samkomuhaldi,“ segir Sváfnir Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Þjóðleikhússins.

„Nokkuð hefur borið á því að gestir komist ekki að í hraðprófum eða að niðurstöður hafi ekki skilað sér í tæka tíð. Staðan virðist vera svipuð í flestum menningarhúsunum hvað þetta varðar. Leikhúsið hefur átt þann kost einan að neita þeim gestum sem eru ekki með gild hraðpróf um aðgang að viðkomandi sýningu, í samræmi við reglur en Þjóðleikhúsið gerir allt sem í þess valdi stendur til að aðstoða gesti og í slíkum tilvikum höfum við reynt að bjóða þeim miða á nýjar sýningar. Þeir gestir sem ekki hafa komist á sýningar vegna þessa eru á öllum aldri og þar á meðal eru börn og fjölskyldur,“ segir Sváfnir en tekur ekki fram hversu oft þetta hafi gerst.

DV hefur fengið fregnir af grátandi börnum sem var vísað frá sýningum vegna skorts á neikvæðu hraðprófi. Í eitt skiptið var um að ræða fjölskyldu utan af landi sem hafði lagt leið sína í höfuðborgina til að sjá sýninguna um Láru og Ljónsa en foreldrarnir höfðu ekki áttað sig á því að börnin þyrftu líka að taka hraðpróf.

„Það hefur gengið vel að framfylgja reglunum þó þær séu vissulega íþyngjandi fyrir gesti okkar. Frá því að reglurnar tóku gildi hafa langflestir gestir mætt með tilgreind hraðpróf, aðrir hafa afbókað eða fært miða sína og enn aðrir hafa mætt án hraðprófa,“ segir Sváfnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað