Dæmdur fyrir að koma sér undan 8 milljóna skatti

Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Málið var rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness. mbl.is/Ófeigur

Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið fundinn sekur um að hafa ekki gefið upp 11,4 milljónir í tekjur og þannig komist hjá því að greiða 4,7 milljónir í skatta. Einnig að hafa ekki greitt 3,4 milljónir í virðisaukaskatt.

Var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir brot sitt og til að greiða 24,3 milljónir í sekt til ríkissjóðs, eða þrefalda þá upphæð sem hann greiddi ekki í skatt.

Fram kemur í dóminum að tekjurnar hafi verið vegna sjálfstæðrar starfsemi sem var skattskyld, en brotin áttu sér stað árið 2017.

Játaði maðurinn brot sín skýlaust og kemur fram að hann hafi verið samvinnuþýður við rannsókn málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert