fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Segja að Valur verði að vera með plan B klárt – „Af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir?“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 12:00

Gylfi Þór gekk í raðir Vals í vetur. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lárus Orri Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason, sérfræðingar Stúkunnar segja að Valur verði að vera með plan B í leikjum sínum. Liðið gerði markalaust jafntefli við Fylki á sunnudag.

Valur átti í nokkrum vandræðum með að opna lið Fylkis og hefðu sérfræðingar Stúkunnar vilja sá annað plan hjá Val þegar andstæðingar ná að loka á þá.

„Valur er með stjörnuprýtt lið og hver einasti leikmaður, tala nú ekki um unga menn eins og Fylki þá leggja ungir menn allt í sölurnar gegn Gylfa og Co. Það gengur ekki að koma inn í leikinn bara með eitt plan, þeir verða að hafa plan B. Það leið. lengur tími þangað til þeir brugðust við, það eru tuttugu mínútur eftir þegar Aron Jó droppar niður og Kristinn Freyr kemur inn. Hann breytti stöðunni, hann fer í svæðið sem þeir sóttu ekkert í,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær.

„Valsarar fengu eitt dauðafæri í lokin en Fylkir hékk á þessu.“

Albert Brynjar segir að Valur verði að fá kantmenn sína til að spila á annan hátt þegar fyrsta plan er ekki að ganga upp.

„Að Tryggvi og Jónatan komi ekki inn, þú ert með Gylfa, Aron og Patrick. Enginn af þeim ógnar inn fyrir línu, af hverju taka Tryggvi og Jónatan ekki hlaup inn fyrir eins og framherjar. Það gerðist aldrei,“ sagði Albert Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“

Sancho skráði sig á spjöld sögunnar um helgina – „Súrsætt“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slæm tíðindi fyrir Vestra

Slæm tíðindi fyrir Vestra
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Óvæntar fréttir af Salah eftir umræðuna undanfarið

Óvæntar fréttir af Salah eftir umræðuna undanfarið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“

Hannes ræðir förina í brúðkaup Gylfa Þórs og allt fjaðrafokið í kjölfarið – „Þess vegna fannst mér svo brotið á minni réttlætiskennd“
433Sport
Í gær

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“

Tjáir sig um framtíð Greenwood – ,,Þá getum við rætt málin“
433Sport
Í gær

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband