Aron á toppnum eftir fyrsta dag

Aron Snær Júlíusson varð Íslandsmeistari á síðasta ári.
Aron Snær Júlíusson varð Íslandsmeistari á síðasta ári. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslandsmeistarinn Aron Snær Júlíusson er efstur eftir fyrsta hring á Rewell Elisefarm Challenge-mótinu í Höör í Svíþjóð í dag en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Aron lék fyrsta hringinn í dag á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Er hann jafn Svíanum Hannes Rönneblad í toppsæti mótsins.

Axel Bóasson er einu höggi frá þeim félögum og er því jafn nokkrum í þriðja sæti á fjórum höggum undir pari. Þar á eftir koma Bjarki Pétursson og nokkrir aðrir kylfingar á þremur höggum undir pari.

Þá er Böðvar Bragi jafn öðrum í ellefta sæti á tveimur höggum undir pari. Andri Björnsson náði sér ekki eins vel á strik því hann er í 60. sæti á tveimur höggum yfir pari. Aron Bergsson er á fimm höggum yfir pari í 105. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert