Átta stiga forskot Barcelona

Rapinha fagnar fyrsta marki leiksins.
Rapinha fagnar fyrsta marki leiksins. AFP/Cristina Quicler

Barcelona náði átta stiga forskoti á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Real Betis í kvöld.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom brasilíski landsliðsmaðurinn Raphinha Barcelona yfir á 65. mínútu. Stundarfjórðungi síðar tvöfaldaði Robert Lewandowski forskotið, 2:0.

Jules Koundé skoraði þriðja mark leiksins og fyrsta mark Real Betis er hann gerði sjálfsmark á 85. mínútu og þar við sat.

Börsungar eru með 50 stig á toppnum, átta stigum á undan Real Madrid, sem á leik til góða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert