40 skjálftar í kvikuganginum

Eldgosið við Sundhnúkagíga.
Eldgosið við Sundhnúkagíga. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Rúmlega 40 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn í kvikuganginum við Svartsengi.

Að sögn Böðvars Sveinssonar, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, er það svipaður fjöldi og í gær.

Fleiri jarðskjálftar urðu við Kleifarvatn í nótt í kjölfar skjálftans þar í gær sem mældist 3,3 stig en þeir voru ekki stórir.

Böðvar segir að trúlega sé um gikkskjálfta að ræða sem gætu tengst eldgosinu við Sundhnúkagíga.

Staðan á eldgosinu er annars sú að það mallar áfram á svipaðan hátt og í gær. Í nótt var hægt að sjá greinilega gosvirkni í gígnum þótt hún væri lítil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert