Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi

Formað­ur Trans Ís­lands, Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­dæm­ir til­raun­ir til að koma á lagg­irn­ar Ís­lands­deild breskra sam­taka sem hún seg­ir að grafi und­an rétt­ind­um trans­fólks. Hún seg­ir að hinseg­in sam­fé­lag­ið hér á landi sé sam­held­ið og muni hafna öll­um slík­um til­raun­um.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Hefur ekki áhyggjur Ugla Stefanía fordæmir tilraunir til að koma á fót íslenskri deild LGB Alliance en hefur ekki áhyggjur af því að málflutningurinn fái hljómgrunn hér á landi.

Hugmyndir sem hafa síðustu daga verið viðraðar um stofnun íslenskrar deildar breskra samtaka sem sögð eru berjast gegn hagsmunum transfólks hafa því sem næst engan hljómgrunn hér á landi að mati formanns Trans Íslands. Talsverð umræða og fordæming slíkra hugmynda á samfélagsmiðlum er þó skiljanleg enda standi hinsegin fólk hér á landi þétt saman og sé andsnúið transfóbískri orðræðu.

Í síðustu viku fór að bera á því að innleggi í Facebook-hópnum Hommaspjallinu væri dreift á samfélagsmiðlum. Í innlegginu er auglýst eftir samkynhneigðu fólki sem vilji taka þátt í starfi LGB Alliance á Íslandi og sem vilji „breyta áherslum í umræðu um kynhneigð okkar og að það verði að standa vörð um tjáningarfrelsið til þess að geta tjáð okkur heiðarlega um kynhneigð, kyn og kynvitund. Og ekki síst muninn þar á milli.“

Samtökin stimpluð sem transfóbísk

LGB Alliance hefur verið stimplað sem transfóbískur félagsskapur. Hópurinn var settur á laggirnar af fólki sem klauf sig út úr Stonewall samtökunum sem eru hinsegin samtök í Bretland, vegna óánægju með að jákvæðri afstöðu samtakanna til transfólks. Í síðustu viku fordæmdi Trades Union Congress, verkalýðssamtök Bretlands, samtökin og tóku afstöðu með réttindum transfólks.  

Fjöldi fólks hefur tekið innlegginu um íslenska deild LGB Alliance óstinnt upp og fordæmt tilraunir til að koma samtökunum á legg hér á landi. Að sama skapi hafa ýmsir lýst áhyggjum af þessari orðræðu og umræddum tilraunum á samfélagsmiðlum. Þannig lýsti Bríet Blær Jóhannsdóttir áhyggjum af félagsskapnum og því að taka þyrfti umræðu gegn samtökunum á Twitter.

Segir fólk muni sjá í gegnum málflutninginn

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segir hins vegar að hún hafi ekki miklar áhyggjur af uppgangi samtakanna hér á landi en öllu meiri af transfóbískri orðræðu samtakanna og annarra álíka úti í Bretlandi.

„Þessi hópur er í raun settur upp eingöngu til að beita sér gegn réttindum transfólks, þó svo að heitið og einhverjar stefnur þeirra segi að það sé verið að beita sér fyrir réttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Öll þeirra starfsemi snýst um að beita sér gegn réttindum transfólks. Það held ég að sé mesta ástæðan fyrir því að fólk sé í uppnámi yfir þessu, að verið sé að reyna að flytja inn einhverja transfóbíska orðræðu eða hugmyndafræði til Íslands. Á Íslandi er lítill hljómgrunnur fyrir svoleiðis. Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“

Í sama streng tekur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. 

„Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum“

Ugla segir jafnframt að samtökin vinni í raun gegn yfirlýstum hagsmunum sínum sem samkynhneigðra. Það sýni í raun hversu hlálegur málflutningur þeirra sé. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst hálfgerður brandari. Forsvarsfólk þessara samtaka í Bretlandi hefur verið að verja fólk sem er á móti samkynja hjónaböndum, þau hafa tekið höndum saman við alls konar hópa sem hafa í gegnum tíðina gagngert beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks, til að mynda ættleiðingum þeirra. Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum. Það er mesta írónían en ég held það skýrist af því að stór hluti þeirra sem eru í þessum samtökum eru ekki einu sinni samkynhneigð sjálf. Það er bara verið að reyna að hilma yfir hinsegin fordóma og fordóma gegn transfólki.“

Hefur meiri áhyggjur af stöðunni í Bretlandi

Ugla, sem sjálf býr í Bretlandi, segir hins vegar að hvað varði starfsemi samtakanna þar úti sé ástæða til að hafa meiri áhyggjur.

„Í Bretlandi eru margir hópar af svipuðu meiði og hér er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari orðræðu vegna þess að þau ná oft að klæða sinn málflutning búning sem lítur út fyrir að vera málefnalegur, og vegna þess hversu langt á eftir umræðan um transmálefni er hér úti á fólk erfiðara með að sjá í gegnum málflutninginn og vera gagnrýnið á hann og sjá í gegnum þetta. Í samhengi við alla umræðuna í Bretlandi er þetta miklu hættulegra en það er á Íslandi. Heima stöndum við miklu framar í umræðunni, og einnig hvað varðar félagslega stöðu transfólks og réttindi. Við erum bara komin lengra í þessum umræðum.“

„Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði“

Þrátt fyrir að hún hafi litlar áhyggjur af uppgangi LGB Alliance á Íslandi fordæmir Ugla málflutninginn. „Mér finnst þetta vera þessu fólki sjálfu til skammar að reyna að færa þennan boðskap til Íslands en ég hef engar áhyggjur af þessu því samheldnin er svo mikil í hinsegin samfélaginu. Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði.“

Ekki náðist í þá sem eru hvatamenn að stofnun samtakanna hér á landi við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ójöfnuður kemur okkur öllum við
2
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
4
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Umhverfistofnun telur bæði ótímabundinn kvóta og veðsetningu hans umdeilanlegar breytingar
6
FréttirLaxeldi

Um­hverfi­stofn­un tel­ur bæði ótíma­bund­inn kvóta og veð­setn­ingu hans um­deil­an­leg­ar breyt­ing­ar

Rík­is­stofn­un­in Um­hverf­is­stofn­un ger­ir at­huga­semd­ir við tíma­lengd rekstr­ar­leyfa í sjókvía­eldi hér á landi. Nu þeg­ar hafa borist 54 um­sagn­ir við frum­varp­ið um lagar­eldi eft­ir að það var lagt fram á Al­þingi í lok apríl. Frum­varp­ið er af­ar um­deilt og hef­ur um­ræða um það ver­ið hluti af kosn­inga­bar­átt­unni til embætt­is for­seta Ís­lands.
Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla
10
Greining

Po­púlí­sk að­ferð til að ná eyr­um óör­uggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
6
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
8
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár