Trump gert að afhenda skattaskýrslur

Fyrirskipun dómstólsins er afgerandi ósigur fyrir Trump.
Fyrirskipun dómstólsins er afgerandi ósigur fyrir Trump. AFP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag síðustu tilraun Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, til að halda skjölum yfir fjárhag sinn leyndum og gaf út stutta, óundirritaða fyrirskipun þar sem þess var krafist  endurskoðendur Trumps afhentu saksóknurum í New York skattaskýrslu hans. Þetta kemur fram á vef New York Times. 

Fyrirskipun dómstólsins var afgerandi ósigur fyrir Trump, sem hefur reynt ýmislegt til að halda skattaskýrslu sinni og skjölum henni tengdum leyndum. 

Málið snýst um stefnu til endurskoðenda Trumps, Mazars USA, frá skrifstofu héraðssaksóknara í New York. Mazars USA hefur gefið út að þeir muni hlíta endanlegum úrskurði dómstóla, sem þýðir að ákærudómstóll (e. grand juryætti að fá skjölin bráðlega. 

The New York Times hefur fjallað ítarlega um málið

Sökum leyndarreglna ákærudómstólsins er það vanalega óljóst hvenær, ef nokkurn tímann, skjölin verða aðgengileg almenningi. Hins vegar hefur New York Times safnað saman skattaskýrslum frá Trump og fyrirtækjum hans síðustu tvo áratugina og hefur nýverið gefið út röð greina þess efnis. 

Í greinunum kemur fram að Trump skuldi gífurlegar fjárhæðir sem hann sjálfur beri ábyrgð á og að hann hafi komist hjá því að borga skatta 11 af þeim 18 árum sem New York Times rannsakaði. Þá borgaði hann ekki nema 750 dollara í skatt árin 2016 og 2017. 

Umfang rannsóknar héraðssaksóknara er enn óljóst. Hún spratt að hluta til vegna rannsóknar hans á þöggunargreiðslum til tveggja kvenna sem sögðust hafa verið í sambandi með Trump, sambönd sem forsetinn hefur neitað. En dómsskjöl saksóknara bentu til þess að einnig væri verið að rannsaka mögulegt skatta- og tryggingasvindl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert