Lykilmaður framlengir við Hauka

Adam Haukur Baumruk í leik Hauka gegn Stjörnunni í síðasta …
Adam Haukur Baumruk í leik Hauka gegn Stjörnunni í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksmaðurinn Adam Haukur Baumruk hefur framlengt samning sinn við Hauka og mun því spila á Ásvöllum næstu þrjú árin hið minnsta.

Adam er einn af lykilmönnum Hauka í úrvalsdeildinni og hefur verið það undanfarin ár en hann er einn reyndasti leikmaður liðsins. Hann hefur skoraði 41 mark í 15 leikjum á núverandi leiktíð.

Hann er 27 ára skytta og hefur allan sinn feril leikið með Haukum, orðið Íslandsmeistari tvisvar, bikarmeistari tvisvar og fimm sinnum deildarmeistari með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert