Átta sagt upp hjá Borgarleikhúsinu

Borgarleikhúsið.
Borgarleikhúsið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Átta starfsmenn Borgarleikhússins fengu uppsagnarbréf í gær, að því er fram kemur í frétt Vísis. Starfsmannafundur hefur verið boðaður sem á að fara fram nú í morgunsárið. 

Starfsmönnum var sendur tölvupóstur í gær þar sem fram kemur að leikhúsið hafi orðið af um 60% tekna sinna vegna Covid-19. Reynt hafi verið að vernda störf og standa vörð um rekstur leikhússins en nú væri komið að þolmörkum. Uppsagnirnar eru harmaðar í bréfinu en þær taka gildi um mánaðamót og eru þvert á deildir leikhússins.

Bæði Borgarleikhúsið og Þjóðleikhúsið frestuðu öllum sýningum og viðburðum í byrjun október vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert