Fjórtán létust þegar eldingu laust niður

Atvikið, sem átti sér stað í bænum Torghar, kom í …
Atvikið, sem átti sér stað í bænum Torghar, kom í kjölfar monsúnrigningatímabilsins. AFP

Að minnsta kosti 14 létust og þrír slösuðust þegar eldingu laust niður á íbúðarhús í norðvesturhluta Pakistan. 

Á meðal hinna látnu voru fimm börn og fjórar konur.

Atvikið, sem átti sér stað í bænum Torghar, kom í kjölfar monsúnrigningatímabilsins, en hvassir vindar og mikil rigning hafi valdið miklu tjóni á svæðinu.

Monsún-tímabilið, sem varir yfirleitt frá júní til september, er mikilvægt fyrir svæðið til þess að endurnýja vatnsbirgðir en veldur að sama skapi talsverðu tjóni á ári hverju. 

Samskonar atvik átti sér stað í nóvember 2019 þegar 18 manns létust eftir að eldingu laust niður í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert