Haukur skaut Kielce í úrslit

Haukur Þrastarson í búningi Kielce
Haukur Þrastarson í búningi Kielce Ljósmynd/Kielce

Haukur Þrastarson skoraði fimm mörk þegar Kielce tryggði sér sæti í úrslitaviðureign pólska handboltans með 34:22 heimasigri á Chrobry Glogów í dag. Kielce stefnir að tólfta meistaratitli sínum í röð.

Haukur hefur verið í lykilhlutverki hjá Kielce undanfarna mánuði eftir skelfilega óheppni með meiðsli á ferli sínum hjá pólska stórliðinu. Í hinu undanúrslita einvíginu leiðir Wisla Plock 1:0 gegn Górnik Zabrze eftir eins marks sigur 31:30 í fyrsta leik liðana.

Haukur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Eistum í umspili fyrir undankeppni HM 2025 en leikirnir fara fram 8. og 11. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert