Tók á sig launalækkun og Torres er í höfn

Samuel Umtiti leikur áfram með Barcelona.
Samuel Umtiti leikur áfram með Barcelona. AFP

Knattspyrnufélagið Barcelona sló tvær flugur í einu höggi í dag og gerði nýjan samning við varnarmanninn Samuel Umtiti, sem gerði félaginu um leið kleift að fá Ferran Torres skráðan sem leikmann félagsins á Spáni.

Reiknað var með að Umtiti færi frá Barcelona en samningur hans hefur nú verið framlengdur til ársins 2026. Barcelona skýrði frá því að franski varnarmaðurinn hefði tekið á sig launalækkun með þessum samningi og þar með muni félagið geta uppfyllt öll skilyrði varðandi það að fá Ferran Torres skráðan sem löglegan leikmann Barcelona.

Barcelona keypti Torres frá Manchester City rétt fyrir áramótin fyrir 46 milljónir punda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka