Róleg nótt hjá lögreglu

mbl.is/​Hari

Nóttin var fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þó var töluvert um hávaðatilkynningar og önnur minni háttar mál.

Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um rúðubrot á Laugavegi og er málið í rannsókn. Þá var ökumaður stöðvaður, grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna og áfengis og kom í ljós að hann hafði þegar verið sviptur ökuréttindum.

Á öðrum tímanum aðstoðaði lögregla sjúkralið vegna manns sem slasaðist utandyra. Var hann fluttur á slysadeild með minni háttar áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert