Einn látinn eftir skotárás í París

Árásin átti sér stað í Sevran, úthverfi í norðurhluta Parísar.
Árásin átti sér stað í Sevran, úthverfi í norðurhluta Parísar. AFP/Bertraud Guay
Einn maður lést og sex særðust í nótt í skotárás í úthverfi í norðurhluta Parísar. AFP-fréttastofan greindi frá því í morgun að saksóknarar og borgarstjóri segðu árásina að öllum líkindum tengjast eiturlyfjasmygli.  

Árásin átti sér stað á bílastæði nálægt menningarmiðstöð í Sevran, sem er á milli miðbæjar Parísar og aðalflugvallar borgarinnar Charles de Gaulle. 

Lögðu á flótta eftir skothríðina

Við komuna á vettvang fann lögreglan fjóra slasaða. Einn lést skömmu síðar og hinir þrír voru fluttir á sjúkrahús í alvarlegu ástandi. 

Þá særðust þrír til viðbótar eftir byssuskot og voru fluttir á sjúkrahús.

Samkvæmt lögreglunni komu tveir menn á bílastæðið í bíl og hóf annar þeirra skothríðina. Árásarmennirnir lögðu síðan á flótta.

Enginn handtekinn

Stephane Blanchet, borgarstjóri Sevran, sagði við AFP að líklegt þætti að um væri að ræða uppgjör sem tengdist eiturlyfjasmygli. 

„Það er þörf á að koma á reglu og uppræta mansal,“ sagði hann.

„Þessir fávitar skutu alvöru skotum og hlýddu ekki ákalli um ró.“

Lögreglan hefur þegar hafið rannsókn á manndrápi af ásettu ráði. Enginn hafði hins vegar verið handtekinn í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert