Kröfu nágranna hafnað í máli um pílubarinn Skor

Styr hefur staðið um rekstrarleyfi Skor bars í Hafnarbakka.
Styr hefur staðið um rekstrarleyfi Skor bars í Hafnarbakka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað því að fella úr gildi tímabundið starfsleyfi til þriggja mánaða fyrir veitingastaðinn Skor á Geirsgötu 2-4 í Reykjavík en íbúar í Kolagötu 1 og 3 (áður Geirsgata 2 og 4) kærðu þá ákvörðun heilbrigðisnefndar Reykjavíkur að veita rekstraraðila Skor tímabundið starfsleyfi frá 31. mars sl. til þriggja mánaða.

Íbúarnir segja að hávaði fylgi rekstri Skor og telja að áframhaldandi rekstur geti lækkað fasteignaverð þeirra. Á barnum sé boðið upp á karókí-söng auk pílukasts.

Rollsinn ehf. sótti um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II á Geirsgötu 24 í nóvember 2021 og var það veitt í mars 2022 eftir jákvæða umsögn frá byggingafulltrúa og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur með því skilyrði að rekstraraðili reyndi að halda ónæði í lágmarki. Rekstrarleyfi var veitt til tólf ára 5. ágúst 2022. Því var snúið við 29. mars sl. en 31. mars var bráðabirgðaleyfi til rekstrarins veitt, sem varð tilefni nýrrar kæru.

Úrskurðarnefndin segir að heilbrigðiseftirlitinu hafi verið bent á að sérstök ástæða hefði verið til frekari hljóðmælinga í íbúðum í húsinu til að varpa skýrara ljósi á það hvort hávaða gætti frá starfsemi veitingahússins í íbúðunum þannig að hann færi yfir viðmiðunarmörk. Fallist verði á að til þess að uppfylla þessa rannsóknarskyldu hafi heilbrigðiseftirlitinu reynst nauðsynlegt að gefa út tímabundið starfsleyfi. Í gögnum málsins komi fram að unnið verði að framkvæmd hávaðamælinga og greiningu niðurstaðna úr þeim. Ljóst sýnist að þessar mælingar verði grundvöllur ákvörðunar um það hvort starfsleyfi til veitingastaðarins verði gefið út til lengri tíma eða ekki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert