Undankeppni FRÍS hafin

Undankeppni FRÍS er hafin.
Undankeppni FRÍS er hafin. Grafík/Rafíþróttasamtök Íslands

Undankeppni Framhaldsskólaleika Rafíþróttasamtaka Íslands, FRÍS, hófst í gær og voru framhaldsskólanemar úr þrettán skólum að keppa í tölvuleikjunum CS:GO, FIFA 22 og Rocket League en Tækniskólinn var sigurvegari FRÍS í fyrra.

FRÍS undankeppninni er skipt upp í þrjár deildir, þar sem keppt er í hverjum leik fyrir sig í þrjár vikur. Hver deild býr að tveimur riðlum þar sem skólar í sama riðli keppa sín á milli upp að 1. - 4. sæti og munu átta stigahæstu skólarnir úr öllum leikjunum samtals fara áfram í átta liða úrslit. 

Aukastig fyrir heilbrigt líferni

Stjórnendur FRÍS hafa sett af stað svokallaða samfélagsmiðlakeppni þar sem keppendur geta unnið sér inn aukastig fyrir að huga að líkama og sál.

Þá geta þeir fengið stig fyrir að t.d. stunda hreyfingu, læra heima, borða hollan mat og svo framleiðis en taka þarf mynd af því, birta á samfélagsmiðla og senda á stjórnendur.

Keppa í öllum leikjunum

Sem fyrr segir munu átta stigahæstu skólarnir halda áfram í átta liða úrslitakeppni sem hefst þann 17. febrúar. Í úrslitakeppninni munu tveir skólar mætast og keppa í öllum þremur leikjunum í best-af-þremur fyrirkomulagi en þá þurfa skólar að sigra að minnsta kosti tvo leiki til þess að halda áfram.

Streymt verður frá úrslitakeppninni á Twitch-rás Rafíþróttasamtaka Ísland auk þess að sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð2 esports en það verða samtals sjö útsendingar þar sem að Kristján Einar Kristjánsson mun lýsa leikjum auk gestalýsendunum Króla, Egil Ploder og Donnu Cruz.

Úrslitaleikurinn um fyrsta og annað sætið fer síðan fram í rafíþróttahöllinni Arena þann 31. mars.

Skólarnir sem taka þátt í ár eru:

Borgarholtsskóli

Kvennaskólinn í Reykjavík

Tækniskólinn

Menntaskólinn á Egilsstöðum

Menntaskólinn í Kópavogi

Verzlunarskóli Íslands

Menntaskólinn á Ásbrú

Fjölbrautarskóli Snæfellinga

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Framhaldsskólinn á Húsavík

Fjölbrautarskóli Vesturlands á Akranesi

Menntaskólinn við Sund

Fjölbrautarskólinn við Ármúla

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka