Stjarnan vann toppslaginn

Riley Popplewell (til hægri) skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna í …
Riley Popplewell (til hægri) skoraði 31 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Stjarnan hafði betur gegn Snæfelli, 75:71, þegar liðin áttust við í toppslag 1. deildar kvenna í körfuknattleik í Stykkishólmi í kvöld.

Leikurinn var afar jafn og spennandi eins og við mátti búast.

Stjarnan leiddi með fjórum stigum, 36:32, í hálfleik en að loknum þriðja leikhluta var munurinn aðeins eitt stig, 55:54.

Því fór í hönd æsispennandi fjórði leikhluti þar sem Stjarnan reyndist að lokum hlutskarpara.

Riley Popplewell átti stórleik fyrir Stjörnuna þar sem hún skoraði 31 stig og tók 16 fráköst að auki.

Cheah Whitsitt lék ekki síður vel fyrir Snæfell enda skoraði hún 24 stig og tók ein 23 fráköst ásamt því að gefa sjö stoðsendingar.

Eftir sigurinn er Stjarnan áfram á toppi deildarinnar og er nú með 28 stig, fjórum stigum meira en Snæfell í öðru sæti. Bæði lið hafa leikið 16 leiki.

Snæfell - Stjarnan 71:75

Stykkishólmur, 1. deild kvenna, 31. janúar 2023.

Gangur leiksins: 4:2, 6:12, 10:14, 15:22, 19:28, 23:30, 28:30, 32:36, 37:42, 43:45, 51:49, 54:55, 60:62, 62:69, 67:73, 71:75.

Snæfell: Cheah Emountainspring Rael Whitsitt 24/23 fráköst/7 stoðsendingar/5 stolnir, Preslava Radoslavova Koleva 21/6 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Minea Ann-Kristin Takala 6/5 fráköst, Ylenia Maria Bonett 4/7 fráköst, Rósa Kristín Indriðadóttir 2/4 fráköst, Adda Sigríður Ásmundsdóttir 2.

Fráköst: 26 í vörn, 25 í sókn.

Stjarnan: Riley Marie Popplewell 31/16 fráköst/5 stolnir, Kolbrún María Ármannsdóttir 13/4 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 12/4 fráköst, Bára Björk Óladóttir 11, Ísold Sævarsdóttir 4/4 fráköst/11 stoðsendingar, Elísabet Ólafsdóttir 2, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 2/6 fráköst.

Fráköst: 21 í vörn, 17 í sókn.

Dómarar: Anton Elí Einarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson.

Áhorfendur: 61.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert