Bátur losnaði frá bryggju á Hofsósi

Eitt útkall barst í morgun en fyrsta appelsínugula veðurviðvörunin var …
Eitt útkall barst í morgun en fyrsta appelsínugula veðurviðvörunin var gefin út í gær fyr­ir Breiðafjörð, Vest­f­irði og Norður­land vestra. Myndin er úr safni. mbl.is/Arnþór

Björgunarsveit á Hofsósi í Skagafirði var kölluð út um áttaleytið í morgun þegar bátur losnaði frá bryggju. Verkefnið var fljótleyst og er því lokið núna. Var enginn leki sjáanlegur þegar báturinn var kominn aftur að bryggju.

Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.

Annars hafa engin útköll verið hjá björgunarsveitum í gær eða nótt. Davíð Már segir þó björgunarsveitarmenn á tánum og alla vel meðvitaða um fyrstu appelsínugulu veðurviðvörunina á þessu ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert