ÍLS hafði betur gegn hjónum varðandi uppgreiðslugjöld

Málið allt hefði getað haft tugmilljarða króna afleiðingar.
Málið allt hefði getað haft tugmilljarða króna afleiðingar. mbl.is/Jón Pétur

Íbúðalánasjóður hafði betur gegn hjónum í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, í máli er sneri að greiðslu svokallaðra uppgreiðslugjalda.

Hjónin kröfðu Íbúðalánasjóð, sem heitir ÍL-sjóður í dag, um 2.744.856 krónur. Héraðsdómur sýknaði sjóðinn af kröfum hjónanna.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi uppgreiðslugjöld ólögleg í nóvember í fyrra en Hæstiréttur sneri þeim dómi við fyrr á þessu ári.

Uppgreiðslugjöld eru þau gjöld sem Íbúðalánasjóður krafði lántakendur um þegar þeir greiddu upp eða inn á lán sín. Mat héraðsdóms var að slík gjaldtaka stæðist lög.

Í maí á þessu ári höfðu um 5,2 millj­arðar króna verið inn­heimt­ir í upp­greiðsluþókn­an­ir og ógjald­fall­in upp­greiðslu­gjöld virkra lána stóðu í um 3 millj­örðum til viðbót­ar. Málið allt nær til um 8.500 lán­tak­enda og gæti það haf tugmilljarða króna afleiðingar fyrir ríkið ef einhvern veginn tekst að færa sönnur fyrir því að uppgreiðslugjöld séu ólögleg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert