Starfsmenn Íslenskra fjallaleiðsögumanna smituðust

Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi.
Vík í Mýrdal er í Mýrdalshreppi. mbl.is/Sigurður Bogi

Þrír starfsmenn Íslenskra fjallaleiðsögumanna eru á meðal þeirra fimm sem smituðust af kórónuveirunni í Mýrdalshreppi. Þetta staðfestir Arnar Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

Svo virðist sem kærasta manns sem starfar ekki hjá fyrirtækinu en býr á svæðinu hafi borið smitið frá útlöndum. 

Arnar segir að allir fimm sem smituðust séu af erlendu bergi brotnir. Tveir af starfsmönnunum sem smituðust höfðu verið nýráðnir aftur til starfa hjá fyrirtækinu vegna aukinna umsvifa og búa þeir saman á gistiheimili þar sem þeir eru núna í einangrun. Þriðji starfsmaðurinn býr í Vík í Mýrdal.

Arnar tekur fram að allir hafi passað mjög vel upp á sóttvarnir og því hafi smitið komið þeim í opna skjöldu. Annað fólk sem starfar á svæðinu hefur ekki greinst með kórónuveiruna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert