Fluttur frá Guantanamo til Marokkó

Maðurinn var fluttur frá Guantanamo til Marokkó.
Maðurinn var fluttur frá Guantanamo til Marokkó. AFP

Ríkisstjórn Joes Bidens Bandaríkjaforseta hefur í fyrsta sinn síðan hún tók við völdum látið lausan fanga úr fangabúðunum við Guantanamo-flóa.

Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hefur marokkóskur maður verið fluttur aftur til heimalands síns. Mælt var með flutningnum árið 2016 en hann þurfti að dúsa áfram í fangelsinu í stjórnartíð Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Fangelsi í Guantanamo.
Fangelsi í Guantanamo. AFP

Maðurinn sem um ræðir heitir Abdul Latif Nasir. Hann var handtekinn árið 2002 og hefur aldrei verið ákærður fyrir nokkurn glæp.

Mannréttindasamtökin ACLU fögnuðu tíðindunum og sögðu áralanga dvöl Nasirs í fangabúðunum vera „harmleik“.  Þau hvöttu Bandaríkjastjórn til að sleppa fleiri föngum úr haldi en í dag eru 39 fangar í Guantanamo.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert