Upplýsingar um helst.is

Hvað gerir helst.is?

Helst safnar saman fréttum af helstu íslenskum vefmiðlum og gerir auðvelt að fá yfirsýn yfir hvað er helst að frétta.

Eru notuð rafræn fótspor?

Síðan skilur ekki eftir sig fótspor (e. cookie) á tækinu þínu.

Hvaða tækni er verið að nota?

Greining á fréttum er byggð á sömu tækni og Greynir. Þessi tækni er aðgengileg fyrir alla.

Er boðið upp á forritaskil (e. API)?

Forritaskil eru aðgengileg til prófunar hér: forritaskil. Á meðan prófunartímabil er í gangi þá er þetta aðgengilegt öllum. Endilega Hafið samband ef áhugi er að nota þetta kerfisbundið og fáið úthlutað viðskiptanúmeri til að fá forgang í þjónustuna og upplýsingar um stillingarmöguleika.

Hvaða aðilar standa að Helst.is?

Ritstjóri og ábyrgðaraðili er Sverrir Á. Berg.

Fyrirtækið Textagreining ehf er eigandi síðunnar.

Hvernig get ég náð sambandi?

Best er að hafa samband með tölvupósti ef óskað er nánari upplýsinga. Einnig má finna Helst.is á Facebook.